Upplíming

Innrammarinn býður upp á upplímingu hvers lags mynda á foam, spjöld, tré eða álplötur. Notast er við svokallaða heitlímingartækni frá Hot Press þar sem límið er hitað í lofttæmtu rými.

Upplíming mynda er almennt óafturkræf aðferð þar sem verk eru límd niður og því ekki mælt með þeirri aðferð nema þegar um er að ræða verk sem hægt er að endurgera svo sem ljósmyndir og prent. Notast er við sýrufría límfilmu sem virkjast við hita og er hvor hlið er varin með hágæða, rakalausu efni.

ArtSafe™

Innrammarinn býður einnig upp á ArtSafe™ lím fyrir verðmætari verk sem hægt er að fjarlæga síðar. Límið var hannað í samvinnu við breska þjóðarbókasafninu og er viðurkennt til notkunar við forvörslu og lagfæringar á verkum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ArtSafe™ límið endist í allt að 200 ár án þess að breytast. ArtSafe™ límið virkjast við lágan hita og hentar því vel fyrir viðkvæm verk.

Yfirfilmur

Hot Press heitlímingartæknin hentar vel til þess að setja yfirfilmur á verk sem þarf að verja fyrir sólarljósi eða öðru áreiti. Yfirfilmur er hægt að fá með ýmsum áferðum eins og glansandi, matt eða strigaáferð. mikilvægast er þó að filmurnar verja verkin fyrir útfjólubláum geislum ljóss og óhreinindum auk þess að draga úr dofnun í listum og pappír verka.

Yfirfilmur verja verkin fyrir fingraförum, raka, útfjólubláum geislum og sígarettureyk. Einnig hentar vel að nota yfirfilmur á verk þar sem gæta þarf öryggis, t.d. í almannarýmum eða barnaherbergjum og þar sem ekki er hentugt að notast við gler sem getur brotnað. Auk þess eru yfirfilmur mun léttari en gler.

Sléttun pappírsmynda

Innrammarinn tekur að sér að slétta úr myndum og notar til þess Hot Press tækni þar sem verkin eru hituð í lofttæmdu rými. Þetta hentar einstaklega vel fyrir vatnslitamyndir en einnig er mögulegt að slétta úr gömlum plakötum og öðrum pappír.