Gler

Innrammarinn býður bæði upp á venjulegt flotgler og einnig gler með glampavörn sem er mun tærara og ver myndirnar þínar gegn áhrifum sólarljóss.

Almennt er notað 2 mm flotgler við innrömmun en ef þú vilt að glerið sjáist varla og vilt leyfa litunum að njóta sýn þá mælum við með gleri með vörn gegn UV geislum.

Jafnvel ljós á sér dökka hlið

Útfjólublá geislun (UV) getur verið versti óvinur listaverka. Málning, strigi og pappír geta tekið í sig þá orku sem kemur frá ljósi og haft efnafræðilega virkni sem leiðir til þess að verkið gulnar, litir breytast og dofna. Þessi áhrif sjást best á dagblaði sem skilið er eftir í sól og pappírinn verður gulur. Útfjólublá geislun getur einnig stuðlað að því að pappír verði stökkur. Skemmdir af völdum útfjólublárrar geislunar safnast upp með tímanum og eru óafturkræfar.

Það er ekki einungis sólarljós sem gefur frá sér skaðlega geisla – allir ljósgjafar gera það. Halogen ljós og flúrljós gefa þó frá sér meira af UV geislum en önnur ljós eins og til dæmis glóperur og LED ljós.

ISO 97% gæðastaðallinn

Mat á list er huglæg en þegar það kemur að því að vernda listaverk fyrir útfjólubláum geislum (UV) eru bæði staðlar fyrir varðveislu og aðferðir hlutlægir og mælanlegir.

The International Organization of Standardization (ISO) mælir með því að gler sem veitir að minnsta kosti 97% vernd gegn UV geislum sé notað þegar á að varðveita listaverk. ISO er óháð sjálfseignarstofnun sem setur alþjóðlega gæðastaðla.

Hvort sem kaup þín á listaverkum er í þeim tilgangi að fjárfesta eða tilfinningalegs eðlis þá er besta leiðin til að vernda það með því að nota gler sem veitir að minnsta kosti 97% UV vörn.

Hreinsun á glampafríu gleri

Sprautið örlítið af ammoníakfríum glerhreinsi í örtrefjaklút og strjúkið með hringlaga hreyfingu. Strjúkið síðan yfir glerið með þurrum örtrefjaklút til að koma í veg fyrir vatnsför.

Ef örtrefjaklútur er ekki við hendina, notið þá klút sem er ekki úr bómull.

Ekki sprauta glerhreinsi beint á glerið. Glerhreinsir getur smitast inn í rammann og skemmt listaverkið.