Almenn smíði

Innrammarinn býður upp á alla almenna innrömmunarþjónustu. Boðið er upp á sérsmíðaða ramma úr tré eða áli frá viðurkenndum framleiðendum.

Innrammarinn býður upp á tvö stig af gæða innrömmun sem vernda listaverkin þín á komandi árum. Spurðu starfsmenn Innrammarans um forvörslu- eða safnainnrömmun þar sem einungis eru notuð hágæða efni til að ná fram mestu vernd sem hægt er.

Staðlar

Innrammarinn ehf fylgir gæðastöðlum sem Fine Art Trade Guild í Bretlandi gefur út. Starfsmenn Innrammarans hafa staðist gæðapróf Fine Art Trade Guild (GCF).

Staðlar The Fine Art Trade Guild eru settir fram til þess að fagfólk í iðnaðinum geti farið eftir þeim og til að hjálpa neytandanum að taka upplýstar ákvarðanir um val á römmum. Stjórn The Fine Art Trade Guild hefur sett fram viðurkenndar framleiðsluaðferðir og safnað á einn stað þekkingu og stöðlum fyrir iðnaðinn til að fara eftir. Þessir staðlar hafa verið þróaðir með viðurkenndum rannsóknaraðferðum og þær aðferðir sem settar hafa verið fram eiga að standast tímans tönn.

Staðlanefnd The Fine Art Trade Guild ber ábyrgð á þeim stöðlum sem settir eru fram.

Þú getur lesið meira um staðla The Fine Art Trade Guild hér: http://www.fineart.co.uk.

Skuggabox (Shadowbox)

Skuggabox eru tilvalin til að geyma minnisverða hluti, t.d. íþróttatreyjur, medalíur eða aðra mikilvæga hluti sem þú vilt halda upp á og sýna á fallegan hátt.

Mögulegt er að fá skuggabox sem eru opnanleg að framan til þess að auðvelda aðgengi að þeim hlutum sem eru til sýnis.

Speglar

Einn spegill getur breytt heilmiklu fyrir útlit heimilisins og vinnustaði og brotið rými skemmtilega upp. Innrammarinn býður upp á tilbúna spegla en einnig sérsmíðaða spegla í þeirri stærð sem þú vilt.

Einnig er hægt að fá skáslípaða spegla í stöðluðum stærðum. Utan um speglana er hægt að smíða ramma við hæfi hvers og eins.